Í frétt, sem birtist á vefsíðu Viðskiptblaðsins fyrr í morgun, var upphæð yfirtökunnar í krónum röng. Kauptilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda, sem samsvarar 354 milljörðum króna, en ekki fimm milljörðum króna eins og áður sagði.

Leiðrétt frétt að neðan:

Kaupþing banki er á meðal fjárfesta sem hafa gert 2,7 milljarða punda, eða um 354 milljarða króna, óformlegt kauptilboð í bresku pöbbakeðjuna Mitchells & Butlers (M&B). Greint er frá tilboðinu á vefsíðu M&B.

Fjárfestahópurinn er leiddur af Robert Tchenguiz, sem er einn helsti viðskiptafélagi Kaupþings banka í Bretlandi. Kaupþing tók þátt í yfirtöku Tchenguiz á Laurel Pub Compnay og á hlut í fyrirtækinu. Ekki er vitað hve stór eignarhlutur fjárfestingaarmas Kaupþings verður ef kaupin ganga eftir.

Hópurinn inniheldur einnig fjárfestingasjóðinn Apax Partners, og Bank of Scotland, Barclays og Deutsche Bank munu sjá um fjármögnun tilboðsins. Einnig er líklegt að Kaupþing banki taki þátt í fjármögnuninni og kaupi sneið af sambankaláninu, sem nýtt verður til að fjármagna kaupin.

M&B hafnaði í dag tilboðinu, sem fyrirtækið segir of lágt. Kauptilboðið hljóðar upp á 550 pens á hlut og yfirtöku skulda að virði 1,6 milljarðar punda