Einar Ólafsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, segir að hann hafi ekki verið á stjórnarfundi þann 21. október 2005 líkt og hann hélt fram í Viðskiptablaðinu sl. fimmtudag. Sú frásögn hafi verið byggð á misminni og áttu þeir atburðir sér stað deginum áður, á stjórnarfundi FL Group þann 20. október.

Leiðrétting Einars er eftirfarandi:

„Eftir að hafa farið yfir gömul gögn, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mér hafi orðið á mistök í umræðunni um fundargerð vegna fundar í FL Group þann 21. Okt. 2005. Öll andmæli mín við kaupunum á Sterling fóru fram á fundi í FL Group þann 20. Oktober. Ég mætti ekki á fundinn 21. Október.

Gunnar Sturluson, hefur vegna ummæla minna,  verið ásakaður um að hafa falsað fundargerð þessa fundar. Ég vil hér með staðfesta að þessi ummæli mín eru byggð misminni og misskilningi af minni hálfu og eiga sér ekki stoð í rauninni. Sökin er öll mín og vil ég biðja Gunnar afsökunar á þessum óhugsuðu og röngu athugasemdum.“