Hópur sjóðstjóra mun hittast í Barcelona í vikunni og ræða hvernig laða megi að fjármagn frá ríkisfjárfestingasjóðum. Ríkisfjárfestingasjóðir fjárfesta yfirleitt til langs tíma og eru því æskilegir fjárfestar í núverandi árferði.

Sjóðir af þeirri tegund hafa einnig komið ýmsum fjármálafyrirtækjum til bjargar að undanförnu.

Talið er að ríkisfjárfestingasjóðir hafi yfir að ráða á milli 1.900 og 2.900 milljörðum dollara samkvæmt tölum frá bandaríska fjármálaráðuneytinu. Olíugróði eða mikill viðskiptaafgangur er jafnan uppspretta geysilegs auðs sjóðanna.

Vogunar- og fjárfestingasjóðir sem stunda hafa fjárfestingar sínar í samræmi við hlutabréfavísitölur hafa ekki skilað góðri afkomu á undanförnum mánuðum.

Sjóðstjórar munu því leita nýrra leiða til að ávaxta pund viðskiptavina sinna.