Matvælastofnun leitar eftir því að ráða forstöðumann rekstrar- og mannauðssviðs. Fram kemur í auglýsingu að á könnu viðkomandi verður að leiða starf sviðsins undir yfirstjórn forstjóra sem fer með faglega og rekstrarlega ábyrgð á stofnuninni. Á rekstrar- og mannauðssviði Matvælastofnunar starfa nú níu starfsmenn. Aðalskrifstofa mannauðsstjórans er á Selfossi.

Fram kemur í auglýsingunni að mannauðsstjórinn eigin að hafa háskólapróf í viðskiptafræði eða önnur sambærilega menntun sem nýtist í starfi, með reynslu af rekstri og stjórnun og góða Excel-reynslu.

Nánar má lesa um málið hér .

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Sveinn Margeirsson væri forstjóri stofnunarinnar. Svo er ekki.