European Space Agency (ESA) og Roscosmos, rússneskir kollegar ESA, skutu í dag á loft svokallaðri ExoMars geimflaug. Hún inniheldur tvenns konar greiningartæki, sem munu meta magn metangass í andrúmslofti Mars, sem og gera lendingartilraun á rauðu plánetunni.

Flakkari á vegum NASA sem ber nafnið Curiosity nam eitthvað magn metangass á Mars fyrir um tveimur árum síðan, og allt frá því hafa vísindamenn velt fyrir sér hvað það er nákvæmlega sem framkallar þetta metangas - sem er oftar en ekki lífefnafræðilegur úrgangur.

Annað mælitæki sem kallast Schiaparelli mun svo lenda á Mars og senda upplýsingar um lendinguna til Jarðar upp á frekari greiningu og útreikninga. Ef allt gengur svo eftir mun teymið senda sinn eigin flakkara, með nýrri borvél, til Mars, innan tveggja til fjögurra ára eða svo.