Gildi Lífeyrissjóður
Gildi Lífeyrissjóður
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Gildi – lífeyrissjóður leitar að einstaklingum til að sitja í stjórnum hlutafélaga fyrir hönd sjóðsins. Fram kemur á vef lífeyrissjóðsins að félögin geta ýmist verið skráð á markað eða óskráð hlutafélög. Lífeyrissjóðurinn setur almenn hæfisskilyrði og mun valnefnd velja stjórnarmenn eftir því hvaða fyrirtæki á í hlut.

Sótt er um á vef Gildis .

Á vefsíðunni segir að val á stjórnarmönnum sem Gildi tilnefnir eða vill styðja til stjórnarsetu byggir á faglegu ferli þar sem þættir eins og menntun, fagleg þekking, reynsla, færni og hæfi eru kannaðir. Sérstaklega þarf að huga að samsetningu stjórna hlutafélaga með hliðsjón af fjölbreyttri þekkingu og kynjahlutfalli, og að ekki séu til staðar hagsmuna-árekstrar milli einstakra stjórnarmanna og félagsins.