Töluverður titringur er innan Landsbankans vegna óþekkts Twitter-notanda sem skrifar undir nafninu NotLandsbankinn og kallar sig Ekki Landsbankinn á íslensku. Frá miðjum ágústmánuði hefur þessi óþekkti maður sent bankanum og starfsmönnum hans hverja háðsglósuna á fætur annarri og er greinilegt að þær hafa komið við kaunin á einhverjum innan bankans.

Tölvudeild bankans er að reyna að rekja það hver stendur á bak við Twitter síðuna, því nær öruggt má telja að viðkomandi sé starfsmaður bankans eða standi honum mjög nærri.

Hefur Viðskiptablaðið heimildir fyrir því að einstaka starfsmenn bankans hafi verið beðnir um að sýna yfirmönnum sínum snjallsíma sína, væntanlega í þeim tilgangi að finna Twittervarginn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Umhverfi Bláa lónsins að fyllast af affallsvatni
  • Dagur B. Eggertsson í viðtali um pólitíkina
  • Könnun: Stuðningur við Jóhönnu Sigurðardóttur
  • Margir eru við það að kikna undan skuldum
  • Samanburður á tillögum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
  • Hollywood-kvikmyndir eru kláraðar í Reykjavík
  • Búist er við uppsögnum hjá Byr
  • Fjölga þarf sérmenntuðu starfsfólki
  • Mörg sveitarfélög að sligast undan skuldum
  • Tækni, reynsluakstur, þjóðmál, fjölmiðlar
  • ...og margt, margt fleira.