Slippbarinn við Mýrargötu leggur áherslu á kokteila, að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar veitngastjóra staðarins. Ólafur skefur ekkert utan af því að hann ætli sér að bjóða upp á besta kokteilinn í bænum. Hann ætlar að taka kokteilagerðina alla leið. „Þetta snýst ekki bara um ávexti, kokteilar eru líka fyrir karla og það eru til fleiri kokteilar en mohito,“ segir hann.

Þegar er fjöldi kokteila í boði og von er á fleiri á listann. Stefna Slippbarsins er að leita aftur í ræturnar, til að mynda með aukinni notkun vískís og koníaks. Til fullkomnunar verður svo notast við nýjustu græjur, segir Ólafur brattur.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.