Tölur frá Umboðsmanni skuldara sýna að um helmingur þeirra sem sóttu um aðstoð í mars síðastliðinn hafði áður leitað til embættisins. Þá er auk þess nokkuð um að einstaklingar hafi í tvígang fengið samþykkta samninga um greiðsluaðlögun. Umboðsmaður skuldara hefur það að markmiði að veita ein­staklingum sem eiga í verulegum greiðsluerðleikum endurgjalds­ lausa aðstoð við að öðlast heildar­sýn á fjármál sín og leita leiða til lausnar en það er gjarnan gert með samningi um greiðsluaðlög­un.

Markmið slíks samnings er einmitt að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerðleikum kleift að endurskipuleggja fjár­mál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti stað­ið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð. Raunin er hins vegar sú að í mörgum til­fellum er staða einstaklinga slík að þeir lenda fljótt aftur á byrj­ unarreit og leita því endurtekið til embættisins eftir aðstoð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.