Sparisjóðsbankinn, sem leysti verslunarrekstur Habitats til sín fyrir skömmu, leitar nú nýrra eigenda að rekstrinum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er áhugi meðal kröfuhafa að hefja reksturinn á ný, en verslun félagsins í Holtagörðum var lokað fyrir skömmu. Hjá félaginu unnu 10 manns.

Habitat var alfarið í eigu Pennans undir það síðasta. Penninn rak einnig húsgagnaverslun undir nafni Saltfélagsins sem hefur verið lokað og starfsemin flutt inn í Hallarmúla.

Eigendur Pennans vinna nú ásamt viðskiptabanka sínum að því að endurskipuleggja reksturinn en ljóst er að hluthafar hafa ekki forræði yfir félaginu lengur.