Íslensk stjórnvöld leita nú erlendra ráðgjafa til þess að stýra viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ráðgjafarnir munu kynna fyrir kröfuhöfum þau þjóðhagslegu skilyrði sem nauðasamningar bankanna þurfa að uppfylla til þess að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.

Bloomberg-fréttastofan segir að ráðningin kunni að klárast á næstu 2-4 vikum.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg að fram til þessa hafi kröfuhafar og ríkisstjórnin ekkert ræðst við á þessum nótum. Tekið er fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ítrekað sagt að ekki verði rætt við kröfuhafana.