Leitað hefur verið eftir samþykki stjórna Allianz og Commerzbank fyrir kaupum þess síðarnefnda á hlutum þess fyrrnefnda í Dresdner Bank.

Yfirtaka á Commerzbank á Dresdner myndi kosta um 9 milljarða evra og styrkja stöðu Commerzbank í Þýskalandi verulega. Sambúð tryggingafélagsins Allianz og fjárfestingabankans Dresdner hefur ekki gengið vel og fyrr á þessu ári tilkynnti Allianz um að félagið vildi selja bankann.

Með yfirtöku Commerzbank á Dresdner myndi störfum fækka um 9.000, að sögn þeirra sem vel þekkja til mála.

Reuters greindi frá þessu.