*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Erlent 23. maí 2017 19:40

Leita á skrifstofum Daimler

230 lögreglumenn leita nú á skrifstofum Daimler að sönnunargögnum sem gætu bent til þátttöku bílaframleiðandans í útblásturshneykslinu.

Ritstjórn

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa nú verið að leita af sönnunargögnum og vísbendingum á skrifstofum Daimler bílasamsteypunnar.

Um er að ræða 11 skrifstofuhúsnæði, en lögreglunni grunar að Daimler samsteypan hafi tekið þátt útblásturshneykslinu sem olli Volkswagen miklum skaða.

Alls tóku 23 saksóknarar og 230 lögreglumenn þátt í leitinni og það í  fjórum borgum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segjast stjórnendur vera að vinna náið með yfirvöldum.

18 mánuðir eru liðnir frá því að upp komst um Volkswagen. Enginn annar framleiðandi hefur verið fundinn sekur um álíka brot, en verið er að rannsaka Daimler, Renault, PSA Group og FiatChrysler.

Stikkorð: Þýskaland Bílar Daimler