Feðgarnir Þorgeir Baldursson og Baldur Þorgeirsson hafa verið stærstu hluthafar í Kvos og dótturfélögum þess og eru það enn. Alls eru hluthafar á annan tug talsins. Arion banki segir að þessir fyrrum eigendur hafi komið með nauðsynlegt fjármagn til að geta haldið félaginu og því var ekki leitað annað eftir kaupendum.

Viðskiptablaðið hefur einnig undir höndum fjárfestakynningu, sem unnin var af Arctica Finance í september 2011 fyrir þáverandi eigendur Kvosar. Þar er talað um að nýtt hlutafé þurfi að vera 500 milljónir króna, eins og raunin varð, en að núverandi eigendur muni leggja fram 175 milljónir og nýir hluthafar 325 milljónir. Þar segir jafnframt að skuldir Kvosar séu samtals 2.250 milljónir króna, þar af 250 milljóna króna veðlán. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því að nýir hluthafar komi að félaginu, eins og áður segir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.