Heilbrigðisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Landspítalans. Sá sem verður ráðinn mun sitja til næstu fimm ára. Björn Zoëga var forstjóri Landsbankans en sagði starfi sínu lausu í september í fyrra , m.a. vegna fjárskorts spítalans og niðurskurðar á rekstri hans. Páll Matthíasson , framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans, var í kjölfarið ráðinn forstjóri tímabundið.

Fram kemur í starfslýsingu að forstjóri Landspítalans ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Forstjóri ræður aðra starfsmenn spítalans. Forstjórinn skal hafa háskólamenntun sem nýtist honum í starfi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun. Gerð er krafa um mikla samskipta- og leiðtogahæfileika.

Hæfni þeirra sem sækja um stöðuna verður metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherraHeilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. apríl 2014. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.