*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 22. febrúar 2015 09:31

Leitar enn fjárfesta í Jökulsárlón

Einar Björn Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlón ferðaþjónusta, leitar enn fjárfesta til að bjóða í jörðina Fell.

Ritstjórn
Ragnar Axelsson

Jörðin Fell stendur við austari bakka lónsins. Jörðin verður boðin upp þann 4. mars næstkomandi. „Málið er enn í vinnslu,“ segir Einar.

Í samtali við Viðskiptablaðið þann 18. desember síðastliðinn sagði Einar að hann hygðist bjóða í jörðina og vel kæmi til greina að fá fleiri til liðs við sig við að fjármagna verkefnið. „Það sem vakir fyrir mér núna er að eignarhald á jörðinni komist í hendur eins lögaðila en ekki sundurslitins hóps,“ sagði Einar í samtali við Viðskiptablaðið. Á síðasta ári bauð Einar öðrum eigendum lóðarinnar 240 milljónir króna, en þeir þekktust ekki boðið. Einar áformar að reisa þjónustuskála á svæðinu og hefur hann þegar hafið undirbúning að honum, en hann hefur rekið ferðaþjónustu við Jökulsárlón frá árinu 2000.