Google hefur gefið út afbrigði af Desktop Search hugbúnaðinum sem sérstaklega er sniðið að leit í tölvum fyrirtækja. Hugbúnaðurinn gefur starfsmönnum fyrirtækja kost á því að leita að upplýsingum í mismunandi skráarsniðum eins og tölvupósti, PDF skjölum, töflureiknum og ritvinnsluskjölum. "Það er meira en þægindi að finna upplýsingar í fljótheitum, það er nauðsynlegt," er haft eftir Dave Girouard framkvæmdastjóra hjá Google í frétt Vnunet. Hægt er að nálgast hugbúnaðinn á vefsíðu Google.

Byggist á frétt á heimasíðu Tæknivals.