Stefnt er að því að ganga frá nauðasamningum þrotabús Kaupþings á þessu ári og er slitastjórnin farin að leita eftir hugmyndum kröfuhafa um hvernig haga eigi starfsemi Kaupþings að nauðasamningum frágengnum. Hafinn er undirbúningur að skipun stjórnar yfir félagið.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins úr hópi kröfuhafa segja að þar vilji menn fá það sem eftir er af kröfum þeirra eins hratt og unnt er til baka. Þetta sjónarmið víki þó ekki úr vegi fyrir hagsmunum þeirra við að hámarka virði eigna þrotabúsins. Það sem gæti ráðið úrslitum er hvernig slitastjórnin sér fyrir sér hvernig ávaxta eigi krónueignir, sem kröfuhafar fá úr þrotabúinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.