Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sett af stað þriggja mánaða rannsókn til að finna leiðir til að dempa áhrif hækkandi olíuverðs á borgarana innan ESB.

Á orkuráðstefnu í Brussel ræddu ráðherrar áætlanir til að minnka skaða fyrirtækja og einstaklinga af hærra olíuverði. Forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði þó að það væri engin auðveld lausn í sjónmáli. Evrópusambandið vill koma í veg fyrir frekari óeirðir í löndum sambandsins, en bændur, vörubílstjórar og fiskveiðimenn hafa staðið fyrir mótmælum víða umEvrópu að undanförnu.

Frakkland hefur lagt til að lækka virðisaukaskatt á bensín, en þýskaland kom í veg fyrir þær fyrirætlanir.

Í ályktun sem samþykkt var á fundi leiðtoga ríkja ESB segir að Evrópuríki muni styðja fjárfestingar í orkunýtni og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Þetta kemur fram í frétt BBC.