*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 1. apríl 2012 07:57

Leituðu að fyrra bragði til Ólafs

Ólafur Ólafsson hefur eignast rúmlega 60% hlut í Asia Seafood.

Ritstjórn
Ólafur Ólafsson.
Haraldur Jónasson

Leitað var til Ólafs Ólafssonar fjárfestis að fyrra bragði og hann spurður hvort hann hefði áhuga á að fjárfesta í Asia Seafood, sem var í eigu Iceland Seafood. Neptune Holdings BV, félag í eigu Ólafs, keypti um tvo þriðju hlutafjár fyrir um mánuði. Í samtali við Viðskiptablaðið staðfestir hann kaupin, en greint var frá því í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins að félag hans hefði keypt stóran hlut í Asia Seafood.

Félagið var hluti af samstæðu Iceland Seafood og stundar viðskipti með fiskafurð- ir í Asíu auk þess að vera með framleiðslu í Kína. Ólafur segir ástæðu fyrir kaupunum einkum vera trú á stjórnendateymi félagsins, en hann hefur þekkt stjórnendur þess í um sjö ár og starfað með þeim.

Hann segir félagið rekið með myndarbrag. Forstjóri Asia Seafood er Suður-Kóreumað- urinn Tony Kim en hann og nokkrir aðrir starfsmenn eiga um þriðjungshlut í félaginu. Einn annar hluthafi er að Neptune Holdings með Ólafi en sá heldur um minni hlut að sögn Ólafs. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð að öðru leyti en því að það var „ekkert rosalega hátt“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.