Ríflega 1.200 tölvupóstum frá Hillary Clinton varðandi stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak hefur nú verið lekið á vefsíðu Wikileaks. Búist er við að skýrslu um reksturinn verði skilað í vikunni, svokallaðri British Chilcot-skýrslu. Þá hefur Wikileaks áður lekið tölvupóstum frá Clinton, síðast fyrr á þessu ári.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur þá hótað Clinton að hann eigi inni fleiri gögn sem hann hyggst leka. Hann telur að málfrelsi gæti verið ógnað verði hún forseti Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er þá er Clinton forsetaframbjóðandi Demókrata gegn Donald Trump sem býður sig fram fyrir Repúblikana.