Á meðan lekamálið í innanríkisráðuneytinu er óupplýst þá stafar ógn að almennum borgunum, að mati Bjarkeyjar Gunnarsdóttur, þingkonu VG. Á Alþingi í dag hvatti hún þá sem sök bara á lekanum til að gefa sig fram og skera þar með samstarfsfólk sitt úr snörunni og upplýsa málið. Hún sagði einnig að Hanna Birna hefði sem æðsti yfirmaður lögreglunnar og dómsmála hefði átt að sjá sóma sinn í að fara í leyfi á meða rannsókn lekamálsins stendur.

„Nú er það orðið of seint og því má spyrja sig hvort það sé nokkuð annað afsögn sem komi til greina? Og hvort ríkisstjórnin og þingmenn stjórnarflokkanna treysti sér til þess að bera ábyrgð á ráðherra sem að hefur farið fram með þessum hætti?“ spurði Bjarkey.