Ríkissaksóknari tók í dag við rannsóknargögnum frá lögreglustjóranum á höfuð­borgarsvæðinu vegna meints brots gegn þagnarskyldu og varðar ætlaða miðlun persónuupplýsinga frá innan­ríkis­ráðuneytingu til fjölmiðla. Lögreglu­­stjórinn á höfuð­borgar­­svæðinu hefur farið með rannsókn máls­ins samkvæmt fyrir­mælum ríkis­saksóknara.

Hvað svo?

Fram kemur um málið á vef Ríkissaksóknara að þegar rannsóknargögn berast til ríkissaksóknara frá lögreglu þá er málsmeðferð almennt með þeim hætti að ákærandi byrjar á því að yfirfara rannsóknar­gögn, m.a. lagt mat á hvort rann­sókn sé lokið eða hvort þörf sé á frekari rann­sókn. Ef þörf er á frekari rannsókn þá er mál endursent til lögreglu með beiðni um frekari rannsókn. Ef ákærandi telur hins vegar að rannsókn máls sé lokið þá fer fram mat á skilyrðum sak­sóknar, það er að segja hvort ákærandi telji það sem fram hafi komið við rannsókn lögreglu sé nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 145. gr. laga um meðferð sakamála. Mat ákæranda tekur til sönnunar- og lagaatriða. Ef mál telst nægilegt eða líklegt til sakfellis þá er almennt ákært í máli. Ef hið gagnstæða á við þá er mál fellt niður.

Mikið að gera

Á vef Ríkissaksóknara segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Tekið er fram að mála­­staða embættisins er þung um þessar mundir og því er óvíst á þessu stigi hvenær afgreiðslu málsins lýkur hjá embættinu.