Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. borgarstjóri, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. borgarstjóri, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hanna Birna Kristjánsdóttir áréttaði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að lekamálið umtalaða væri pólitískur spuni. Hið sama sagði hún í viðtali í hádegisfréttum RÚV.

„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé búið að vera það lengi,“ sagði hún á Alþingi í dag. Hún bætti við að málið væri talsvert ljótur pólitískur leikur. „Málið snýst miklu frekar um þann sem hér stendur heldur en þann sem málið á að snúast um sem er umræddur hælisleitandi,“ segir hún.

Það var Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, sem spurði Hönnu Birnu út í málið. Áður höfðu Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar gert athugasemdir við það að ráðherra hefði ekki svarað spurningum Valgerðar og Marðar Árnasonar um málið. Birgitta Jónsdóttir gerði svipaðar athugasemdir.