Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Seðlabanka Íslands um miðnætti.

Bilun varð í gosbrunni í anddyri hússins, sem oft er kallað Svörtuloft, með þeim afleiðingum að mikið magn vatns rann um ganga á fyrstu hæð hússins.

Einnig rann vatn niður í bílastæðakjallara.

Slökkviliðið dældi vatninu með öflugum dælubílum sínum og er talið að ekki hafi orðið mikið tjón vegna vatnslekans.