Neikvæðar hagtölur í Kína og Bandaríkjunum virðast hafa dregið svolítið kjarkinn úr fjárfestum og valdið því að helstu hlutabréfavísitölur á meginlandi Evrópu hafa lækkað frá opnun viðskipta í morgun.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,81%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 0,85% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi farið niður um 0,78%