Frumvarp innanríkisráðherra um landslénið .is verður ekki að lögum. Það dagaði uppi á þingi í annað sinn en það var fyrst lagt fram árið 2011. Með frumvarpinu vildi ráðherra leggja veltuskatt á skráningaraðila íslenska höfuðlénsins og lögfesta ákvörðunarrétt íslenska ríkisins yfir landsléninu.

Fyrirtækið Internet á Íslandi, ISNIC, hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega. Jens Pétur Jensen, forstjóri félagsins og stærsti hluthafi, segir það þó ekki gleðiefni að frumvarpið hafi ekki farið í gegn. Hann hefði viljað sjá frumvarpið fara í gegn með nauðsynlegum breytingum sem hefði gefið félaginu frið til þess að vinna sína vinnu við að reka landslénið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.