Eigendur iPhone síma frá Apple ættu að gleðjast yfir nýjustu tíðindum úr herbúðum Apple.

Í kynningu á nýjungum sem eru áætlaðar í iOS 9 stýrikerfi fullyrti Craig Federighi, forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Apple, að betrumbættur hugbúnaður gæti bætt allt að þremur klukkustundum við rafhlöðuendingu iPhone, þegar stillt væri á orkusparandi stillingu.

Meðal annarra nýjunga er að iOS 9 á að taka mun minna pláss en eldri útgáfur á harða diski símans. Federighi fullyrðir að iOS 9 muni taka um 1 gígabæt af plássi.

Áætlað er að iOS 9 verði hrint úr vör í september næskomandi.

Nánar á Business Insider.