Á blaðamannafundi eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun bandaríska Seðlabankans sagði bankastjórinn Jay Powell að stundum væri leiðin framundan skýr og stundum ekki eins skýr. Erfitt væri að leggja dóm á aðstæður og þar sem sjónarhornin væru mörg og ólík.

Þrír af sjö meðlimum nefndarinnar, sem ákveður stýrirvexti (e. Federal Open Market Committee), greiddu atkvæði gegn ákvörðuninni í gær um að lækka stýrivexti um 25 punkta. Esther George and Eric Rosengren vildu halda vöxtum óbreyttum. Hins vegar vildi Jim Bullard, sem fer fyrir seðlabanka St. louis, ganga lengra og lækka vexti um 50 punkta.

Financial Times greinir frá þessu og segir að vaxandi skoðanamunur sé meðal nefndarmanna um hvert hagkerfið stefni á næstu misserum. Ekki sé auðvelt að ráða í nýjustu hagtölur. Atvinnuleysi sé á niðurleið og aukning hafi verið í innlendri framleiðslu, en á sama tíma séu um samdrátt að ræða í bæði út- og innflutningi.

Hræringar á fjármálamörkuðum hafi hins vegar verið til marks um aukna svartsýni, til að mynda hafi óvenju mikið flökt verið á millibankavöxtum og fjármagn leitað í öruggi ríkisskuldabréfa.

Skoðanir forseta Bandaríkjanna á ákvörðun Seðlabankans og rökstuðningi Powell voru afdráttarlausar, eins og fyrri daginn. Strax á eftir blaðamannafund Powells skrifaði Donald Trump á Twiter. „Jay Powell og Seðlabankanum mistekst eina ferðina eina. Enginn kjarkur, engin skilningur, engin framtíðarsýn! Skelfilegur í samskiptum.“