Flugfélagið Qatar Airways hefur slegið metið fyrir lengstu flugferð í heimi. Flogið var samtals í 17 klukkustundir og 30 mínútur, frá Doha í Katar til Auckland í Nýja Sjálandi. Vegalengdin sem var flogin var 14.535 kílómetrar. Frá þessu er greint í frétt CNN Money .

Forstjóri Qatar Airways, Akbar Al Baker, ferðaðist með í jómfrúmarfluginu til Auckland og sagði að ferðin væri mikilvægur áfangi í sögu flugfélagsins.

Ekki eru Qatar Airways eina flugfélagið sem bætir við sig lengri flugferðum, en flugélagið Qantas flýgur nú beint á milli Ástralíu og Evrópu. Flugið á milli Perth og London verður til að mynda 14.498 kílómetrar, þegar það verður flogið jómfrúarferðina á næsta ári.