Þjóðhagsspá greiningadeildar Íslandsbanka segir að það hagvaxtarskeið sem nú standi hvað hæst verði lengsta tímabil samfellds hagvaxtar á mann í yfir 70 ár. Að sama skapi verði þetta lengsta tímabil verðstöðugleika sem og þar sem afgangur er af utanríkisviðskiptum.

Spáir Greining Íslandsbanka því að hagvöxturinn í ár verði 5,4%, sem væri þá mesti hagvöxtur í heilan áratug hér á landi, en jafnframt spáir deildin nokkuð hröðum hagvexti á næsta ári, eða 4,0%. Það verði þriðja árið í röð þar sem hagvöxtur verði yfir langtímahagvexti.

Hápunktur þennslunnar á næsta ári

Framleiðsluspenna sé að byggjast upp innan hagkerfisins og muni halda áfram en hápunktur þenslunnar verði á næsta ári og svo fari að hægja á hagvextinum árið 2018. Er spá þeirra að þá verði hann 2,6% en lækkunin komi til vegna hægari vaxtar í innlendri eftirspurn og útflutningi.

Nú stendur yfir kynning á þjóðhagsspánni , sem hægt er að horfa á hér .