Kreppan í Bandaríkjunum er sú lengsta frá seinni heimstyrjöldinni.  Þetta segir Hagrannsóknarstofnun Bandaríkjanna (e. The National Bureau of Economic Research).

Samkvæmt stofnuninni  varði kreppan í 18 mánuði, frá seinnihluta 2007 til júní 2009.

Stofnunin segir ekki hægt að útiloka að nýtt samdráttarskeið sé framundan á næstu mánuðum.

Lengsta kreppan þar á undan voru kreppurnar 1973 - 1975 og 1981-1982 en þær stóðu yfir í 16 mánuði.