Færeyingar vilja losna undan oki dýrrar og mengandi olíunotkunar til raforkuvinnslu og húshitunar og horfa til þess að flytja rafmagn með sæstreng frá Íslandi. Strengurinn yrði sá lengsti sinnar tegundar í heiminum en kostnaðurinn við lagningu hans yrði gríðarlegur. Niðurstöður frumathugunar eru jákvæðar

Innan tveggja vikna er von á niðurstöðum frumathugunar sem Færeyingar hafa látið vinna á möguleika þess að leggja rafstreng til landsins frá Íslandi. Raforkan, sem seld yrði til húshitunar og einkanota í Færeyjum, gæti numið helmingi þess sem Orkuveita Reykjavíkur dreifir á öllu stór-Reykjavíkursvæðinu.

Sjá forsíðu Viðskiptablaðsins í dag.