Vefurinn sex.is, sem var forvarnarvefur gegn grófu klámi og barnaklámi eins og það er nefnt, er nú hættur. Skráðir eigendur lénsins hafa leigt eða selt það bandarísku netsjónvarpsstöðinni AEBN (Adult entertainment brodcast network) eins og sjá má ef léninu er slegið upp. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu vefmælingafyrirtækisins Modernus.

Kaupverðið veit Modernus ekki, en AEBN er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum svo líklegt má telja að fjárhæðin sé umtalsverð. Sex.is vann þakkarvert starf á innlenda Netinu, og þeim sem vilja taka upp þráðinn þar sem sex.is sleppti honum er bent á að kynna sér vefinn barnaheill.is segir í frétt Modernus.