Þegar frumvarp innanríkisráðherra um landslénið .is fékk meðferð á síðasta þingi skilaði LOGOS lögmannsstofa inn áliti fyrir hönd ISNIC. Margvíslegar athugasemdir voru gerðar, meðal annars við 1. grein þess. Þar segir: „Íslenska ríkið fer með ákvörðunarrétt yfir landsléninu .is. Hið sama gildir um önnur íslensk höfuðlén.“ Lögmenn Logos bentu í áliti sínu á að bandaríska fyrirtækið ICANN. org fari með yfirstjórn internetsins í umboði bandarískra stjórnvalda og þar með ákvörðunarréttinn yfir öllum höfuðlénum þess. Bandaríkin ráði þannig í raun yfir internetinu, án þess að hafa nokkru sinni notað það vald.

Í athugasemdum frumvarpsins nú segir að með því að slá föstu að íslensk höfuðlén tilheyri íslenska ríkinu undirstrikist það að rétthafar léna hafi lénsheiti til láns. Um leið sé úr því skorið að hvorki persónur né fyrirtæki, þar með talin skráningarstofa landslénsins, öðlist sérstakan rétt til lénsheita. Það samrýmist regluverki ICANN og sé í takt við framkvæmd í flestum OECD-ríkjum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.