Google hefur selt farsímaframleiðandann Motorola til tölvufyrirtækisins Lenovo. Kaupverðið er 2,91 milljarðar bandaríkjadala. Google keypti fyrirtækið á 12,5 milljarða dala fyrir tveimur árum. Lenovo hefur áform um að byggja upp snjallsímaframleiðslu og eru kaupin Motorola liður í því. Sala Lenovo á fartölvum fer minnkandi.

Forsvarsmenn Google sögðu í yfirlýsingu sem send var í tilefni sölunnar að mikil samkeppni væri á snjallsímamarkaðnum. Lenovo myndi sinna Motorola betur en Google hefði gert.

Með kaupunum verður Lenovo þriðji stærsti snjallsímaframleiðandinn í heimi á eftir Samsung og Apple.

Ítarleg frétt er um málið á vef BBC.