Tæknifyrirtækið Lenovo hagnaðist um 253 milljónir dala, jafngildi 33,6 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. BBC News greinir frá.

Uppgjör fyrirtækisins var nokkru betra en greiningaraðilar höfðu búist við, en þeir höfðu spáð 200 milljóna dala hagnaði á tímabilinu.

Tekjur Lenovo jukust um 31% frá fyrra ári en þær námu nú 14,1 milljarði dala. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkaði um 8% í kauphöllinni í Hong Kong eftir kynningu uppgjörsins.