Ingólfur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, fékk óvænt bréf frá skattinum fyrir skömmu. Var honum þar greint frá því að hann hefði vantalið tekjur sínar þar sem skattinum hefði borist launamiði frá Fjármálaeftirlitinu upp á 1,3 milljónir.

Ingólfur hefur átt í málaferlum við FME vegna þess að stjórn eftirlitsins ákvað að hann uppfyllti ekki hæfisskilyrði til að gegna framkvæmdastjórastöðu lífeyrissjóðs. Hefur hann unnið tvö dómsmál gegn FME vegna þessa. Í öðru dómsmálinu var FME gert að greiða honum 1,3 milljónir króna í málskostnað. Vegna þess hve langan tíma það tók eftirlitið að greiða fór Ingólfur með málið í innheimtu.

„Síðan gerist það núna fyrir mánuði síðan að ég fæ bréf frá skattstjóra þar sem því er haldið fram að ég hafi vantalið tekjur. Þetta kom flatt upp á mig og ég hafði strax samband við skattstofuna. Þar var ég spurður að því hvort ég hafi ekki fengið launamiða frá Fjármálaeftirlitinu. Ég kannaðist auðvitað ekki við að hafa verið á launum þar og þá er mér sagt að FME hafi gefið upp á mig 1,3 milljónir í verktakagreiðslur,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Gísli bíður þess að fara út í geim
  • Hverjir eiga fyrirtæki á raftækjamarkaði?
  • Örþörungaverksmiðja fær afslátt af opinberum gjöldum
  • Bakfærsla skýrir hluta af hagnaði HB Granda
  • Glitnir fellir niður skaðabótamál
  • Maðurinn á bak við Bitcoin
  • Yfirtökukóngarnir snúa aftur
  • Hermann Björnsson ræðir um skráningu Sjóvár á markað í ítarlegu viðtali
  • Icelandair flýgur til Edmonton
  • 104 erlendir veiðimenn vildu hreindýr
  • Vefur fagnar 25 ára afmæli
  • Mikill áhugi á eignum Marmetis
  • Nærmynd af hagfræðingnum Birni hjá Viðskiptaráði
  • Ráð við að koma vinnufélögunum á óvart
  • Óðinn skrifar um sjálfstæði seðlabankann
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um niðurfærslu verðtryggðu lánanna
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður, VB sjónvarp og margt, margt fleira