*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Fólk 24. ágúst 2015 16:03

Leó Hauksson hættur hjá MP Straumi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums hefur hætt störfum hjá sameinuðu félagi MP og Straums.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leó Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, hefur hætt störfum hjá MP Straumi. DV greinir frá þessu.

Leó hafði starfað hjá Straumi frá árinu 2011, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar en þar áður sem yfirmaður viðskiptaþróunar. Í nýju skipuriti sameinaðs félags Straums og MP banka hafði hann ekki stöðu sem framkvæmdastjóri. Samkvæmt frétt DV er ekki ljóst hvar Leó tekur til starfa.

Leó er annar framkvæmdastjórinn hjá Straumi sem hættir störfum hjá hinu sameinaða félagi á skömmum tíma, en greint var frá starfslokum Þorláks Runólfssonar hjá félaginu í síðasta mánuði.