Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur gefið 365 milljónir króna til bjargar tígrisdýrum í Nepal. DiCaprio gefur fjármunina í gegnum World Wildlife Fund (WWF) og verður styrkurinn notaður til að fjölga tígrisdýrum í landinu fyrir árið 2022 en það er næsta ár tígrisdýrsins.

Í yfirlýsingu frá leikaranum á BBC kemur fram að hann sé vongóður um að styrkurinn muni koma að góðum notum en áform eru uppi um að tvöfalda stofninn fyrir 2022.

Tígrisdýr í Nepal eru í hópi dýra sem eru í útrýmingarhættu. Vegna eyðingu skóga og ólöglegra veiða hefur þeim fækkað til muna síðustu ár.