Dánardómsstjóri í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eva Rausing, ein auðugasta kona landsins, hafi látist af völdum eiturlyfjaneyslu. Lík hennar fannst undir hrúgu af sængurfötum og ruslapokum með krakkpípu í hönd á heimili sínu í auðmannahverfinu Knightsbridge í London í júlí. Tveir mánuðir höfðu liðið frá andláti hennar og þar til hún fannst. Hún var gift auðkýfingnum Hans Kristian Rausing, sem stundum hefur verið nefndur erfingi umbúðaveldisins Tetra Pak. Skammt frá húsi þeirra hjóna býr Bakkavararbróðirinn Lýður Guðmundsson.

Hans Kristian var handtekinn í suðurhluta borgarinnar í júlí undir stýri á bíl undir áhrifum eiturlyfja. Lögregla fór inn á heimili hans í leit af eiturlyfjum í kjölfarið og fann þá lík konu hans. Í fyrstu var hann grunaður um aðild að andláti hennar. Svo virðist hins vegar ekki vera raunin, að mati dánardómsstjóra, sem skilaði af sér skýrslu um málið í dag. Maður hennar viðurkenndi hins vegar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa fyllst skelfingu og því falið konu sinnar.

Hjónin höfðu verið eiturlyfjasjúklingar um árabil en þau kynntust í atvötnun árið 1989. Hans Kristian er nú á ný kominn í afvötnun.