Forlagið hefur nú gefið út rafbækur síðan um síðustu jól og fer áhugi lesenda stöðugt vaxandi. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, og segir lítinn verðmun á rafbókum og kiljum hérlendis samræmast því sem tíðkast erlendis.