Lestur Fréttablaðsins heldur áfram að dragast saman, en lesturinn er nú kominn í 49,6%. Lestur Fréttablaðsins fór undir 50% í síðasta mánuði í fyrsta skipti siðan snemma árs 2002. Þetta kemur fram í nýrri prentmiðlakönnun Gallup fyrir desember.

Lestur Fréttablaðsins hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan árið 2011 en þá var lestur blaðsins um 60%.

Morgunblaðið er eini prentmiðillinn sem bætir við sig í lestri. Lestur þess er nú 28,6% og bætir við sig 0,2%.

Lestur DV mælist 9,5% og Viðskiptablaðsins 13,4%. Lestur Viðskiptablaðsins jókst töluvert á seinni part siðasta árs og lestur DV er jafn hæsta gildi síðan nýir eigendur tóku við í desember 2014, en hann dalaði verulega við eigendaskipti.

Lestur Fréttatímans dregst mest saman milli kannana, eða um 0,9% og er nú 36,9%.