Markaðsaðgerðin Let it Out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hefur vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. Á fystu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum. Hér má sjá nokkur dæmi um umfjöllun á netmðilum:

Fjallað hefur verið um verkefnið á mörgum af þekktustu miðlum heims meðal þeirra eru CNN Travel, New York Post, Fox News og CBS.

Þá hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður.

Alls hafa tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum.

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu: „Árangur Let it Out herferðarinnar hefur farið fram úr björtustu vonum. Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“

Aðgerðin stendur í tvær vikur, en að því loknu verða hátalarnir teknir niður. Eins og áður hefur komið fram þurfa Íslendingar ekki að óttast að verða fyrir truflun af völdum öskranna, en hljóðstyrk þetta er mjög stillt í hóf í íslenskri náttúru.