Sjónvarpsþáttastjórnandinn David Letterman tilkynnti í gær að hann ætli að setja í helgan stein á næsta ári, í það minnsta hætta að stýra þætti sínum, Late Show with David Letterman. Á sama tíma mun samningur hans við CBS-sjónvarpsstöðina renna út.

AP-fréttastofan segir Letterman ekki hafa tilgreint neina sérstaka dagsetningu. Hann verði í loftinu a.m.k. í ár til viðbótar en hætti eftir ekki alltof langa tíma.

David Letterman er fæddur árið 12. apríl 1947 og fagnar því 67 ára afmæli á laugardag í næstu viku. Hann stýrði fyrsta þætti í eigin nafni árið 1980 og hefur því verið í um 34 ár í loftinu. Enginn annar kemst með tærnar þar sem hann er með hælana, að sögn AP.