Gengi hlutabréfa fer hækkandi í Kauphöll Nasdaq OMX Iceland í dag eftir að miklar gengislækkanir áttu sér stað á síðustu tveimur dögum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,63% það sem af er degi en mest er velta með hlutabréf Icelandair.

Mest hefur gengi bréfa Icelandair Group hækkað eða um 2,45% í 577 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur gengi Eikar einnig hækkað um 2,50% en aðeins í 77 milljóna króna veltu. Mikil velta er með bréf Marel eða 334 milljónir króna en gengi bréfa fyrirtækisins hefur hækkað um 1,81%.

Síðasta föstudag, eins og Viðskiptablaðið greindi frá, lækkaði Úrvalsvísitalan um 4,06% sem er mesta lækkun á einum degi í heil sex ár - en það gerðist síðast árið 2010. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði þá um 7,46% á einum degi.