Vandamálum Volkswagen virðast vera einu minna eftir daginn í dag. Samkvæmt greiningu sem birtist í Frankfurter Allgemeine Zeitung, þá eru ásakanir um að fyrirtækið þyrfti að greiða milljónir í sektir fyrir að hafa dregið úr koltvíoxíð útblæstri bifreiða fyrirtækisins stórlega ýktar.

Volkswagen tilkynnti í síðasta mánuði að það teldi fyrirtækið hefði dregið úr útblásturstölum í um 800.000 bílum. Samkvæmt greiningu dagblaðsins eru það færri heldur en 40.000 bifreiðar sem málið snertir. Dagblaðið vitnar í greiningar frá samgönguráðherra Þýskalands og bifreiðaeftirlits ríkisins sem segja að frávik frá uppgefnum tölum væri smávægilegar og innan skekkjumarka.

Ef þessar greiningar standast þá mun Volkswagen ekki þurfa að innkalla bifreiðar í stórum stíl, ráðast í dýrar lagfæringar eða greiða endurálagningu skatta sem eru reiknaðir út frá útblæstri bifreiða.

Rétt er að vekja athygli á því að málið er ótengt hugbúnaði sem fannst í díselvélum Volkswagen í byrjun septermber, en félagið mun ennþá þurfa að greiða háar sektir og lagfæra fjölda bifreiða vegna þess.

Hlutabréf í þýska bílarisanum hafa hækkað um 5,48% það sem af er degi, en þau hafa lækkað um 22% frá því í september þegar fyrst komst upp um díselvéla-hneykslið.