Forsaga fjármálahrunsins á Lettland er keimlík hinni íslensku enda hefur Ísland einnig ósjaldan verið notað sem dæmi um hvernig eigi að forða landi frá gjaldþroti.

Lettar neituðu að draga sig úr myntbandalagi við Evrópusambandið (ESB) og hafa því þurft að knýja fram raunaðlögun í hagkerfinu sökum þess að engin aðlögun gat átt sér stað í gegnum gengið. Ríkisstjórnin réðst í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir undir því yfirskini að koma lettneska hagkerfinu af stað á ný og hefur ríkisfjármálastefnu landsins frá hruni ýmist verið hampað eða gagnrýnd af hagfræðingum og stjórnmálamönnum víðsvegar um heim. Eitt er þó víst, að ekkert land í Evrópu hefur sýnt fram á jafnmikinn hagvöxt á síðustu árum og Lettland.

Yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Olivier Blanchard, telur velgengni Letta vera óumdeilda; landsframleiðsla hefur að mestu náð sér á strik á ný, hagvöxtur er enn mikill og stöðugleiki ríkir á lettneskum fjármálamörkuðum. Þó megi ekki líta framhjá því að árangurinn fékkst ekki ókeypis enda dróst innlend framleiðsla verulega saman fyrstu ársfjórðunga eftir hrun og atvinnuleysi jókst til muna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .