Nýlega kynnti bifreiðaumboðið Ingvar Helgason nýjung sem þeir kalla Léttskoðun. Um er að ræða skjótvirka ástandsskoðun sem viðskiptavinir geta nýtt sér hafi þeir grun um að eitthverju sé ábótavant sem þeir vilja fá skoðað nánar af sérþjálfuðum fagmanni eða fá álit á ástandi slitflata segir í tilkynningu.

„Nýjungin felst aðallega í aðgenginu sem viðskiptavinir fá að sérþjálfuðum fagmönnum okkar í nýju og glæsilegu eftirlitsverkstæði sem er vel tækjum búið. Það ætti einnig að koma sér vel að við ákváðum að þessi nýja þjónusta yrði viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við viljum bjóða uppá þá þjónustu að viðskiptavinir okkar geti leitað til okkar á skjótan og einfaldan hátt liggi þeim eitthvað á hjarta varðandi bílinn sem þeir vilja spyrja fagmann um. Innifalið í þessari  nýju skoðun, sem er fljótleg og hagkvæm leið til að kanna hvort allt er í lagi, er ítarleg skoðun allra öryggisþátta, athugun á helstu slitflötum og haldgóðar ráðleggingar um hvernig draga má úr rekstrarkostnaði bílsins,“ sagði Loftur Ágústsson markaðsstjóri Ingvars Helgasonar.

„Nú er mikilvægara en oft áður að hugsa vel um bílinn og lágmarka líkur á óvæntum og oft kostnaðarsömum útgjöldum. Með þessari ánægjulegu nýjung er hægt að lækka rekstrarkostnað með því að láta kanna reglulega, án endurgjalds, allt það sem hugsanlega  þarf að skoða og bregðast þannig við á fyrirbyggjandi hátt."

Þeir sem koma með bíl í Léttskoðun njóta forgangs en þeir sem vilja panta ákveðinn tíma hvetjum við til að fara á nýja heimasíðu Ingvars Helgasonar ( www.ih.is ) og panta tíma í Léttskoðun í gegnum netspjall eða hringja í þjónustuverið okkar í síma 525-8000“ sagði Loftur að lokum.