„Það skiptir máli að vera sveigjanlegur þegar maður skipuleggur heimreisu,“ segir Pálína Björk Matthíasdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Hún fór ásamt unnusta sínum Jónasi Haraldssyni í 30 daga ferð í kringum heiminn undir lok árs 2012. Þau fögnuðu jólum á Havaí og áramótum á Indlandi. Ferðina skipulagði Pálína eftir tilboðsflugum sem ferðaskrifstofur buðu á netinu. Henni telst til að allt flug hafi kostað um 220 þúsund krónur á mann. Ferðin öll hafi verið á um 485 þúsund krónum á mann.

„Þessi heimsreisa var skipulögð á þann veg að ég leitaði að ódýrustu flugum. Þegar ég hafði fundið tilboðsmiða til Seattle leitaði ég að ódýrasta miðanum þaðan í vesturátt. Síðan röðuðust staðirnir inn eftir því hvert var ódýrast að fljúga heim í vestur. Við vorum mjög sveigjanleg, annars hefðum við aldrei haft efni á þessu,“ segir hún. Frá Seattle var flogið til Havaí, þaðan til Taílands, svo til borgarinnar Chennaí á Indlandi, Srí Lanka og Jórdaníu. Þaðan var flogið til London og heim. Stoppað var í 4-5 daga á hverjum stað.

Lesa má ítarlega um ferðalag þeirra Pálínu og Jónasar á Tumblr-síðu þeirra um ferðina.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .